Þórarinn Hjálmarsson en kalla mig @thorarinnh á helstu vefsíðum og samfélagsmiðlum.

Tveggja barna faðir og eiginmaður úr Kópavoginum. Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og verðandi meistaranemi við sama skóla.

Reynsla

Hef starfað við markaðsmál síðan 2008. Hef á þeim tíma starfað sem markaðsfulltrúi, sölu- og markaðsstjóri ásamt því að sinna ráðgjafastörfum inn á milli. Nánari upplýsingar um reynslu og starfsferil má nálgast á Linkedin.

  • Kapall markaðsráðgjöf – 2013
  • Evangelist fyrir Bland.is – 2011-2012
  • Sölu og markaðsstjóri fyrir Kaupás – 2010-2011
  • Markaðsfulltrúi fyrir Kaupás – 2008-2010

Hef einnig haldið úti heimasíðunni Markaðssetning á internetinu þar sem fjallað er um efni tengt markaðssetningu. Einnig sinnt dæmatímakennslu við Háskóla Íslands í kúrsinum “Markaðssetning á netinu”. Ekki hika við að hafa samband ef ég get eitthvað aðstoðað.

Styrkleikar

  • Google Analytics vefgreiningar
  • Leitarvélabestun
  • Markaðsrannsóknir
  • Tölfræðileg vinnsla